Umsókn um starf

Umsækjendur með skerta starfsgetu sem óska eftir launuðum störfum sækja um á vef Vinnumálastofnunar þar sem starfsmenn Vinnumálastofnunar meta umsóknir.

Sé starfsmaður metinn með næga vinnugetu til starfa á PBI er hann samþykktur inn á biðlista og mun forstöðumaður PBI hafa samband við umsækjanda.

Laun og réttindi miðast við almenna kjarasamninga stéttarfélaga ásamt  samkomulag ASÍ og Hlutverks, samtaka um vinnu og verkþjálfun.