Umsókn um starf

Umsækjendur með skerta starfsgetu sem óska eftir launuðum störfum sækja um á vef Vinnumálastofnunar þar sem starfsmenn Vinnumálastofnunar meta umsóknir.

Sé starfsmaður metinn með næga vinnugetu til starfa á PBI er hann samþykktur inn á biðlista og mun forstöðumaður PBI hafa samband við umsækjanda.

Laun og réttindi miðast við almenna kjarasamninga stéttarfélaga ásamt  samkomulag ASÍ og Hlutverks, samtaka um vinnu og verkþjálfun frá árinu 2006 sem kveður á um að laun skuli taka mið af starfsgetu. Launin eru hugsuð sem viðbót við aðrar greiðslur vegna örorku. Sjá samkomulag milli Einingar-Iðju og Akureyrarbæjar